KFR vann góðan sigur á nágrönnum sínum í KFS á Týsvelli í Vestmannaeyjum í dag, 2-4.
Eyjamenn komust yfir á 15. mínútu en á 29. mínútu fengu Rangæingar vítaspyrnu sem Hjörvar Sigurðsson skoraði úr. Przemyslaw Bielawski kom KFR svo í 1-2 á lokamínútu fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í leikhléi.
Helgi Ármannsson skoraði þriðja mark KFR í upphafi síðari hálfleiks en á 65. mínútu minnkuðu heimamenn muninn í 2-3. Hjörvar innsiglaði svo 2-4 sigur KFR á 78. mínútu þegar Rangæingar fengu aðra vítaspyrnu.
KFR er í 2. sæti D-riðils með 10 stig en Ægismenn eru þremur stigum á eftir þeim og eiga leik til góða. KFS er í 4. sætinu með 3 stig.