Kjartan Atli Kjartansson mun ekki þjálfa lið FSu í 1. deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.
Þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is í dag. Kjartan tók við liðinu síðasta sumar og stýrði þeim í 1. deild á nýlokinni leiktíð. Undir stjórn Kjartans hafnaði FSu í 8. sæti 1. deildar með 14 stig, 7 sigra og 11 tapleiki. Hann hóf leiktíðina sem spilandi þjálfari en þegar á leið færði hann sig á tréverkið og sá alfarið um að stýra liðinu af bekknum.
Kjartan hefur hug á því að fara aftur í búning, auk þess að sinna þjálfun á öðrum vígstöðum en meistaraflokki karla.