Knattspyrnusumarið byrjað!

Atli Rafn Guðbjartsson skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sunnlenska „knattspyrnusumarið“ er hafið en Ægismenn mættu til leiks í deildarbikar karla í kvöld þegar þeir heimsóttu KFG í Garðabæinn.

Liðin leika bæði í 2. deildinni í sumar og því um áhugaverða viðureign að ræða. Ægismenn byrjuðu illa í leiknum og voru lenti 3-0 undir eftir rúmar tuttugu mínútur.Sigurður Hrannar Þorsteinsson rétti hlut þeirra á 33. mínútu og staðan var 3-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var jafn og bæði lið áttu góðar sóknir. KFR komst í 4-1 á 51. mínútu en Atli Rafn Guðbjartsson minnkaði muninn í 4-2 um miðjan seinni hálfleikinn. Fjörið hélt áfram á lokakaflanum og bæði lið skoruðu í uppbótartímanum. Þriðja mark Ægis var sjálfsmark Garðbæinga og lokatölur í leiknum urðu 5-3.

Þetta var fyrsti leikur riðilsins en auk Ægis og KFG eru í riðlinum Kári, Hvíti riddarinn, Sindri og KFK. Næsti leikur Ægis er útileikur gegn Hvíta riddaranum um næstu helgi.

Fyrri greinGestirnir sterkari í seinni hálfleik
Næsta greinByrja daginn oft á einum laufléttum fimmaur