Kosning hafin á íþróttafólki Árborgar 2024

Fræðslu- og frístundanefnd Sveitarfélagsins Árborgar stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 11 konur og 13 karlar tilnefnd.

Öllum áhugasömum gefst tækifæri til að taka þátt í kjörinu með netkosningu sem er hafin á heimasíðu Árborgar.

Netkosningin er opin út föstudaginn 20. desember og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum valnefndar.

Tilnefndar til íþróttakonu Árborgar 2024
Ásta Petrea Hannesdóttir | Motocross
Bergrós Björnsdóttir | Lyftingar
Bryndís Embla Einarsdóttir | Frjálsar
Brynja Líf Jónsdóttir | Knattspyrna
Dagný María Pétursdóttir | Taekwondo
Elsa Karen Sigmundsdóttir | Fimleikar
Heiðrún Anna Hlynsdóttir | Golf
María Sigurjónsdóttir | Lyftingar, golf og frjálsar
Perla Ruth Albertsdóttir | Handknattleikur
Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir | Körfuknattleikur
Védís Huld Sigurðardóttir | Hestaíþróttir

Tilnefndir til íþróttakarls Árborgar 2024
Alexander Adam Kuc | Motocross
Aron Emil Gunnarsson | Golf
Björn Jóel Björgvinsson | Taekwondo
Dagur Jósefsson | Knattspyrna
Hannes Höskuldsson | Handknattleikur
Hákon Þór Svavarsson | Skotíþróttir
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson | Frjálsar
Ingvar Jóhannesson | Akstursíþróttir
Sigurður Fannar Hjaltason | Júdó
Sigurður Óli Guðjónsson | Knattspyrna
Sigurjón Ægir Ólafsson | Lyftingar og frjálsar
Sigursteinn Sumarliðason | Hestaíþróttir
Tristan Máni Morthens | Körfuknattleikur

Fyrri greinJólastund í Selfosskirkju í kvöld
Næsta greinTaka svartbeltispróf á laugardaginn