KR sópaði Hamri/Þór niður í 1. deild

Abby Beeman var með þrefalda tvennu í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór er fallið niður í 1. deild kvenna í körfubolta eftir 63-72 tap gegn KR í þriðja leik liðanna í einvíginu um laust sæti í úrvalsdeildinni. KR vann einvígið 3-0.

Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi nánast allan tímann. Hamar/Þór leiddi 41-37 í hálfleik og þegar fjórði leikhluti hófst var staðan 56-56.

Í síðasta fjórðungnum gekk ekkert upp í sóknarleiknum hjá Hamri/Þór, þær hittu illa og þegar þrjár mínútur voru eftir var KR komið með tíu stiga forskot.

Abby Beeman var með þrefalda tvennu fyrir Hamar/Þór; 15 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Anna Soffía Lárusdóttir var sömuleiðis með 15 stig en Kristrún Ríkey Ólafsdóttir var framlagshæst með 10 stig og 17 fráköst.

Hamar/Þór-KR 63-72 (20-23, 21-14, 15-19, 7-16)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 15/12 fráköst/11 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 15/4 fráköst, Fatoumata Jallow 10, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 10/17 fráköst, Hana Ivanusa 6/7 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 2.

Fyrri greinÁ ball um þessa helgi margur vongóður fer…
Næsta greinSelfoss jafnaði metin