Kraftmikill sóknarmaður til liðs við Selfoss

Frosti mættur í klefann á Selfossi. Ljósmynd/Selfoss fótbolti

Hinn 24 ára gamli Frosti Brynjólfsson er genginn í raðir knattspyrnudeildar Selfoss en hann kemur til liðsins frá Haukum. Frosti skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið.

Frosti er kraftmikill sóknarmaður sem getur leyst allar stöður framarlega á vellinum. Hann er uppalinn á Akureyri og spilaði með KA upp yngri flokkana. Frosti spilaði sína fyrstu meistaraflokks leiki með Magna á Grenivík 2016. Síðan þá hefur hann leikið með bæði KA og Fylki í efstu deild og nú síðast Haukum í 2. deildinni.

Frosti skoraði bæði mörk Hauka á JÁVERK-vellinum síðasta sumar og eru vonar bundnar við að markagleði hans á þeim velli haldi áfram.

„Þetta er auðvitað bara mjög spennandi fyrir mig að semja við Selfoss. Þetta er ungt en mjög gott lið, margir góðir leikmenn. Aðstæðan og umgjörðin er fyrsta flokks og ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með þessu þjálfarateymi, ég hef trú á því að þeir hjálpi mér að bæta mig sem leikmann,” sagði Frosti við undirskriftina.

Fyrri greinFSu og ML áfram í Gettu betur
Næsta greinDraumur að rætast hjá Katrínu Birnu