Kraftur í Selfyssingum í seinni hálfleik

Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði tíu mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á ÍBV-U í Grill 66 deild kvenna í handknattleik á Selfossi í kvöld, 22-17.

Selfyssingar voru í brasi í upphafi leiks en jafnræði var með liðunum og jafnt á nánast öllum tölum upp í 9-9. Selfoss náði mest tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik og staðan var 12-10 í leikhléi.

Þær vínrauðu byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og náðu fimm marka forskoti, 17-12. Eyjakonur gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö mörk, 17-15, um miðjan seinni hálfleikinn. Selfossliðið var hins vegar sterkara á lokasprettinum og vann öruggan sigur þegar upp var staðið.

Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 9/5 mörk fyrir Selfoss, Katla María Magnúsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu 3 mörk, Rakel Guðjónsdóttir 2 og Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1.

Með sigrinum jafnaði Selfoss Fram-U að stigum í toppsæti deildarinnar, með 12 stig. En Fram og FH, sem er í 3. sæti með 10 stig, eiga leik til góða.

Henriette Østergård var frábær í marki Selfoss og varði 15 skot. Hún var með 46% markvörslu.

Fyrri greinVeitur auglýsa tvær veitur í Bláskógabyggð til sölu
Næsta greinSlysaskot í Eldhrauni