Krakkar keppa í kökuskreytingum

Keppt í kökuskreytingum á Hellu. Ljósmynd/Aðsend

Starfsíþróttanefnd HSK stendur fyrir keppni í kökuskreytingum á sveitahátíðinni Fjör í Flóa laugardaginn 25. maí næstkomandi.

Keppnin fer fram í Þingborg og hefst kl 14:45. Keppnisrétt hafa allir 16 ára og yngri, og geta bæði einstaklingar og lið skráð sig til leiks.

Keppendur fá einn kökubotn til að skreyta, hvítt smjörkrem og nammi, en hafa meðferðis allt annað sem þeir ætla að nota, ss. kökudisk, skálar, liti, áhöld, skraut ofl. Keppnin stendur yfir í 45 mínútur.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Skráning og allar nánari upplýsingar eru hjá Fanneyju Ólafsdóttur formanni starfsíþróttanefndar á netfanginu fanneyo80@gmail.com. Skráningu lýkur kl 18:00 föstudaginn 24. maí.

Fyrri greinFyrsti hluti fjölnota húss tilbúinn í ágúst 2021
Næsta greinLitlir og línur í Hveragerði