Kristinn Þór og Agnes bikarmeistarar – HSK í þriðja sæti

HSK lið fullorðinna varð glæsilega í þriðja sæti í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) sem fór fram á Laugardalsvelli á dögunum.

Liðið hlaut 91 stig en það var lið FH-A sem sigraði með 149 stig og ÍR í öðru sæti með 138 stig. Níu lið mættu til leiks.

Sigur vannst í tveimur greinum, 1500 metra hlaupi hjá báðum kynjum þar sem Kristinn Þór Kristinsson Selfoss og Agnes Erlingsdóttir Laugdælum voru að verki. Auk þess unnust tvö sifur og þrjú brons. Kvennaliðið varð í þriðja sæti í stigakeppni kvennaliða.

Frammistaða HSK er enn glæsilegri með tilliti til þess að HSK hefur ekki verið með lið sl. tvö ár. Þetta er ungt lið en allir sem einn stóðu sig frábærlega og sjö bætingar litu dagsins ljós.

Helga Margrét bætti sig í spjótkasti sem er HSK met í 15 ára flokki stúlkna með kvennaspjótinu, Harpa Svansdóttir bætti sig í þrístökki og 100 m hlaupi, Styrmir Dan í 110 m grindahlaupi, Eyrún Halla í kringlu, Ástþór Jón í 400 m hlaupi og Stefán Narfi í 100 m hlaupi.

Það er ljóst að framtíðiðn er björt í frjálsum hjá HSK og við stefnum enn hærra að ári.

Hér að neðan má sjá árangur HSK-fólks og innan sviga p.b.= persónuleg bæting:

Karlar

100 m hlaup: Stefán Narfi Bjarnason Þjótándi 12,20 sek. (Pb.) 8. sæti

400 m hlaup: Ástþór Jón Tryggvason Selfoss 56,80 sek. (Pb.)

1.500 m hlaup: Kristinn Þór Kristinsson Selfoss 4:02,40 mín. 1. sæti

110 m grind: Styrmir Dan Steinunnarson Þór 17,23 sek (Pb.) 6. sæti

Stangarstökk: Bjarki Óskarsson Þór 2,22 m 9. sæti

Langstökk: Styrmir Dan Steinunnarson Þór 6,15 m 7. sæti

Sleggjukast: Dagur Fannar Magnússon Selfoss 44,78 m 5. sæti

Kúluvarp: Ólafur Guðmuundsson Selfoss 12,62 m 5. sæti

1.000 m boðhlaup: Guðjón-Styrmir-Ástþór-Kristinn ógilt

Konur

100 m hlaup: Harpa Svansdóttir Selfoss 12,90 sek. (Pb.) 4. sæti

400 m hlaup: Fjóla Signý Hannesdóttir Selfoss 59,38 sek. 4. sæti

1.500 m hlaup: Agnes Erlingsdóttir Laugdælum 4:55,70 mín. 1. sæti

100 m grind: Fjóla Signý Hannesdóttir Selfoss 14,77 sek. 2. sæti

Þrístökk: Harpa Svansdóttir Selfoss 11,43 m (Pb.) 2. sæti

Hástökk: Eva María Baldursdóttir Selfoss 1,57 m 7. sæti

Kringlukast: Eyrún Halla Haraldsdóttir Selfoss 38,71 m (Pb.) 3. sæti

Spjótkast: Helga Margrét Óskarsdóttir Selfoss 35,66 m (Pb.) 3. sæti

1.000 m boðhlaup: Guðrún-Harpa-Fjóla-Agnes 2:20,36 mín 3. sæti

Fyrri greinBanana- og súkkulaðismákökur
Næsta greinMikið álag á bráðadeildina í sumar