Kristinn og Fjóla unnu gull

Fjóla Signý Hannesdóttir og Kristinn Þór Kristinsson, HSK, unnu hvort sína greinina á seinni degi Bikarkeppni FRÍ á Kópavogsvelli í dag. HSK varð í 5. sæti stigakeppninnar.

Kristinn Þór hljóp frábærlega í 800 m hlaupi og stigraði á tímanum 1:54,99 mín. Kristinn bætti sinn besta árangur um 1,4 sekúndur og er farinn að nálgast héraðsmet Friðriks Larsen í karla og ungkarlaflokki.

Fjóla Signý vann tvær greinar í gær og hún bætti einum bikarmeistaratitli í safnið í dag þegar hún sigraði í 100 m grindahlaupi á 14,77 sek.

Af öðrum árangri keppenda HSK má nefna að Haraldur Einarsson varð annar í þrístökki en hann stökk 13,99 m og Agnes Erlingsdóttir varð önnur í 800 m hlaupi á tímanum 2:20,25 mín.

Theodóra Jóna Guðnadóttir varð þriðja í stangarstökki þegar hún stökk 2,25 m og Ólafur Guðmundsson varð þriðji í kringlukasti, kastaði 40,46 m.

Hreinn Heiðar Jóhannsson varð þriðji í hástökki, en hann stökk 1,93 m í síðustu tilraun og felldi 1,96 þrisvar.

Kvennasveit HSK varð síðan þriðja í 1000 m boðhlaupi 2:21,12 mín.

Sveit HSK varð í fimmta sæti í stigakeppninni með 114 stig en ÍR sigraði þriðja árið í röð með 170 stig.

Fyrri greinSelfosskonur öruggar með toppsætið
Næsta greinGrímsnesingarnir kláruðu með stæl