Kristinn Þór Kristinsson, HSK, bætti Íslandsmetið í 600 m hlaupi innanhúss á Jólamóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöllinni á föstudagskvöld.
Kristinn Þór hljóp á 1:20,74 mín og bætti fimm ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Ólafs Albertssonar um 0,12 sekúndur.
Kristinn átti áður best 1:20,86 sem var jöfnun á meti Ólafs og því bætti hann sinn eigin tíma og HSK metið einnig um 0,12 sekúndur.