Kristinn sigraði á vormótinu

Kristinn Þór Kristinsson, HSK, sigraði í 800 m hlaupi á 71. Vormóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugardalsvellinum á miðvikudagskvöld.

Kristinn hljóp á 1:55,36 mín sem er tæpum tveimur sekúndum frá hans besta tíma.

Ágústa Tryggvadóttir, Selfossi, varð önnur í þrístökki þegar hún stökk 11,05 m og Sólveig Helga Guðjónsdóttir, Selfossi, varð þriðja í 200 m hlaupi kvenna á 27,57 sek.

Þá sigraði Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, í kúluvarpi 16-17 ára stúlkna með kast upp á 11,97 m og varð þriðja í sleggjukasti þegar hún kastaði 35,30 m. Sigþór Helgason, Selfossi, sigraði í spjótkasti 16-17 ára pilta, kastaði 51,79 m.

Mótið var þriðja mótið í Prentmet mótaröð FRÍ og í stigakeppninni hefur Haraldur Einarsson forystu í sprettflokki með 5 stig og Hreinn Heiðar Jóhannsson í stökkflokki með 8 stig.

Fyrri greinSelfoss og Rhein-Neckar Löwen í samstarf
Næsta greinFyrirlestur um áhrif jarðskjálfta á þéttbýlissvæði