Uppsveitir unnu öruggan sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.
SR komst í 1-0 strax á 6. mínútu þegar Uppsveitamenn urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þeir hresstust þó um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Pétur Geir Ómarsson breytti stöðunni í 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Uppsveitamenn voru sterkari í seinni hálfleik og Kristinn Sölvi Sigurgeirsson kom boltanum tvisvar sinnum í netið og tryggði Uppsveitum 1-3 sigur.
Þetta var fyrsti leikur Uppsveita í riðlinum, liðið er með 3 stig í 2. sæti.