Kústurinn á lofti í Laugardalshöllinni

Follie Bogan var stigahæstur Selfyssinga í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar fengu kústinn í andlitið þegar þeir mættu Ármanni í þriðju viðureign liðanna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld.

Ármenningar sópuðu Selfyssingum út með 107-76 sigri og drengirnir af bökkum Ölfusár því komnir í sumarfrí.

Heimamenn mættu sterkir til leiks, staðráðnir í að klára einvígið í kvöld og staðan var orðin 63-35 í hálfleik. Munurinn jókst enn meira í 3. leikhluta en Selfoss náði að klóra lítillega í bakkann í 4. leikhluta.

Follie Bogan var stigahæstur Selfyssinga með 17 stig en Vojtéch Novák var framlagshæstur með þrefalda tvennu; 12 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar.

Ármann-Selfoss 107-76 (26-21, 37-14, 30-20, 14-21)
Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 17/5 fráköst, Vojtéch Novák 12/14 fráköst/10 stoðsendingar, Ari Hrannar Bjarmason 9, Tristan Máni Morthens 8, Birkir Máni Sigurðarson 6, Unnar Örn Magnússon 5, Arnór Bjarki Eyþórsson 5/5 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 4, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Óðinn Freyr Árnason 3, Gísli Steinn Hjaltason 3, Fróði Larsen Bentsson 1.

Fyrri greinSandvíkurtjaldurinn er lentur
Næsta greinSigur eftir framlengingu í fyrsta leik