
Skrifað hefur verið undir samning um áframhaldandi samstarf Landsbankans á Selfossi og Golfklúbbs Selfoss og verður Landsbankinn því áfram einn af aðalsamstarfsaðilum Golfklúbbsins.
Með samstarfinu vill bankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við forvarna-, æskulýðs- og íþróttamál.
Landsbankinn hefur um árabil verið einn af öflugustu styrktaraðilum Golfklúbbs Selfoss og tekið virkan þátt í mótahaldi sem og stutt vel við uppbyggingu á barna- og unglingastarfi í klúbbnum.