Landsbankinn og handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn. Um langt skeið hefur Landsbankinn verið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og er afar stoltur af því samstarfi, sem og árangri deildarinnar.
Samstarfið styður vel við markmið bankans að efla íþrótta- og æskulýðsstarf á svæðinu.
Handknattleiksdeildin er afar þakklát fyrir þetta farsæla samstarf og bindur miklar vonir við áframhaldandi farsælt samstarf.
Undirritun samningsins fór fram í Landsbankanum á Selfossi og skrifuðu þau Nína Guðbjörg Pálsdóttir, útibússtjóri og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildarinnar.