Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. Selfoss og Ægir voru í pottinum.
Selfyssingar drógust gegn Magna frá Grenivík, sem leikur í 2. deildinni. Leikurinn fer fram á Selfossvelli 24. maí.
Sama dag ferðast Ægismenn austur á Egilsstaði og leika gegn Hetti/Huginn en bæði lið leika í 2. deildinni.
Liðin í Bestu deildinni koma inn í bikarinn í 32-liða úrslitunum og meðal annarra leikja í þessari umferð má geta þess að Breiðablik og Valur mætast og einnig leiða Stjarnan og KR saman hesta sína.