Landsleikur á Selfossi

Perla Ruth Albertsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Laugardaginn 26. október klukkan 16 mun kvennalið Íslands í handbolta taka á móti Póllandi vináttulandsleik í Set-höllinni Iðu á Selfossi.

Þar er um að ræða síðasta leik íslenska liðsins á heimavelli fyrir Evrópumótið í Austurríki. Þetta er viðburður sem Sunnlendingar og aðrir handboltaunendur á öllum aldri mega ekki láta fram hjá sér fara.

Landsliðshópur Íslands fyrir þetta verkefni var kynntur í dag og á Selfoss einn fulltrúa í liðinu, sem er Perla Ruth Albertsdóttir. Perla Ruth hefur leikið 50 landsleiki og skorað í þeim 104 mörk.

Ísland mætir Póllandi tvívegis þessa helgina en fyrri leikurinn verður föstudaginn 25. október í Lambhagahöllinni kl. 20:15.

Fyrri greinLágmarksverðs mjólkur til bænda hækkar
Næsta greinUppstilling hjá Viðreisn