Alls voru 36 keppendur frá sex félögum skráðir til leiks á héraðsmót í frjálsum sem haldið var í Selfosshöllinni síðastliðinn sunnudag.
Landsmet og héraðsmet voru sett í eldri aldursflokkum á mótinu. Ágústa Tryggvadóttir Selfossi og Eyrún María Guðmundsdóttir úr Dímon eiga eftir helgina saman landsmetið í stangarstökki í flokki 35-39 ára, en þær stukku báðar 1,70 metra. Ólafur Guðmundsson Selfossi bætti 21 árs gamalt HSK met Markúsar Ívarssonar í stangarstökki í flokki 50-54 ára. Metið var 2,30 metrar, en Óli stökk hæst yfir 2,80 metra.
Tveir keppendur náðu að vinna fleiri en eina grein á mótinu, en Hugrún Birna Hjaltadóttir Selfossi vann 60 m og langstökk og hinn síungi Ólafur Guðmundsson vann stangarstökk og kúluvarp.
Selfyssingar unnu stigakeppni félaga, fengu 160 stig, Dímon varð í öðru sæti með 23,5 stig og Þjótandi í því þriðja með 20,5 stig.



