Fyrsta landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldið á Hvammstanga í sumar.
Tvær umsóknir bárust um mótið, frá Vestur Húnvetningum og Skarphéðinsmönnum sem sóttu um með Hellu sem mótsstað, í samvinnu við Rangárþing ytra og Ásahrepp.
Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Samstarfsaðilar eru Félag áhuga fólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, og Landssamband eldri borgara.