Við setningu Landsmóts 50+ á Blönduósi á dögunum tilkynnti Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, að mótið árið 2017 verði haldið í Hveragerði.
Þetta verður í fyrsta sinn mótið verður haldið á sambandssvæði HSK.
Á mótinu á Blönduósi var keppt í fjölmörgum greinum og tóku á þriðja tug keppenda af sambandssvæði HSK þátt í mótinu.