Heiðrún Anna Hlynsdóttir og félagar hennar í kvennalandsliði Íslands í golfi urðu í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem lauk á Upsala golfvellinum í Svíþjóð í gær.
Þetta er langbesti árangur Íslands frá upphafi á þessu móti. Ísland lék gegn Spáni í leik um 7. sætið og tapaði 3-0. Saga Traustadóttir og Andrea Bergsdóttir töpuðu 2/1 í fjórmenningsleiknum, Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 4/2 og Heiðrún Anna tapaði 6/5.
Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem liðið lék á 221 höggi samtals eða +5.
Lokastaðan:
1. Svíþjóð
2. Þýskaland
3. Danmörk
4. Sviss
5. Ítalía
6. Frakkland
7. Spánn
8. Ísland
9. Tékkland
10. Holland
11. Belgía
12. Slóvakía