Í hálfleik á síðasta heimaleik Hamars í 1. deild karla í körfubolta heiðraði Körfuknattleikssamband Íslands þá Lárus Inga Friðfinnsson og Birgi S. Birgisson, stjórnarmenn hjá körfuboltadeild Hamars.
Lárus Ingi var sæmdur gullmerki KKÍ og Birgir var sæmdur silfurmerki sambandsins. Báðir fengu þeir viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt og gott starf við uppbyggingu körfuknattleiks í Hveragerði.
Lárus hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar Hamars frá stofnun hennar, eða í rúm 25 ár auk þess sem hann hefur setið í stjórn og nefndum á vegum KKÍ. Þeir eru eflaust fáir landsvísu sem sinnt hafa formennsku í svo stórri og virkri íþróttadeild í jafn langan tíma.
Það var Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, sem heiðraði þá félagana og þakkaði þeim fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem þeir hafa unnið fyrir körfuboltann á Íslandi.