Dregið hefur verið í töfluröð í Iceland Express deildum karla og kvenna og 1. deild karla í körfubolta fyrir komandi leiktíð.
Laugdælir, sem leika nú aftur í 1. deild eftir eins árs hlé, byrja á heimavelli gegn Breiðablik. Þór Þorlákshöfn fær Ármann í heimsókn og FSu heimsækir nýliða Leiknis í Breiðholti.
Í lokaumferð 1. deildarinnar mætast Laugdælir og FSu í einum af sex Suðurlandsskjálftum á komandi vetri.
Kvennalið Hamars fær Snæfell í heimsókn í 1. umferð og karlalið Hamars fær Pétur Ingvarsson og lærisveina hans í Haukum í 1. umferð Iceland Express-deildarinnar.
Töfluröð í Iceland Express-deild kvenna.
Töfluröð í Iceland Express-deild karla.
Töfluröð í 1. deild karla.