Laugdælir og Árborg í úrslitakeppnina

Úrslitakeppni 2. deildar karla í körfuknattleik fer fram um helgina en leikið er á Laugarvatni og Selfossi. Laugdælir og Árborg eiga lið í úrslitakeppninni.

Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum og fara tvo efstu lið hvors riðils í undanúrslit en þau eru leikin á sunnudagsmorgni.

Í A-riðli leika Laugdælir með HK, Félagi Litháa og Leikni. Árborg er í B-riðli með ÍBV, Álftanesi og ÍG.

Laugdælir hefja leik gegn HK kl. 18:30 í dag á Laugarvatni og kl. 20:30 mætast Árborg og ÍBV í Iðu.

Á morgun mætast Árborg og ÍG í Iðu kl. 10 og á hádegi leika Laugdælir við Félag Litháa í Vallaskóla. Kl. 17 leika Laugdælir og Leiknir í Vallaskóla og á sama tíma mætast Álftanes og Árborg í Iðu.

Undanúrslitin eru á sunnudagsmorgun í Iðu og Vallaskóla og eftir hádegi á sunnudag er leikið um sæti. Úrslitaleikurinn fer fram í Iðu kl. 16 á sunnudag.

Fyrri greinEngin kennsla í grunnskólanum
Næsta grein„Gífurleg vonbrigði“