Laugdælir töpuðu fyrir Hetti á Egilsstöðum í 1. deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöld, 87-80.
Heimamenn byrjuðu betur og komust í 14-11 í 1. leikhluta áður en Laugdælir tóku 11 stiga sprett en staðan að loknum 1. leikhluta var 17-24.
Laugdælir héldu forskotinu fram í miðjan 2. leikhluta þegar Höttur breytti stöðunni úr 33-38 í 45-38 á tveimur og hálfri mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléinu var 45-44.
Laugdælum gekk illa að skora í upphafi seinni hálfleiks og Höttur náði mest þrettán stiga forskoti í 3. leikhluta. Staðan var 74-59 þegar síðasti fjórðungurinn var nýhafinn en Laugdælir náðu að svara fyrir sig undir lok leiks og minnka muninn í sjö stig, 87-80.
Sigurður Orri Hafþórsson skoraði 24 stig fyrir Laugdæli, Pétur Már Sigurðsson 21, Jón H. Baldvinsson 13 og Bjarni Bjarnason 11.
Laugdælir eru enn í fallbaráttu með 8 stig fyrir ofan Leikni með 6 stig og Ármann með 4 stig. Líkurnar á því að Laugdælir fari niður eru þó litlar þar sem Leiknir þarf að vinna báða sína leiki til þess að svo fari, tapi Laugdælir sínum tveimur. Leiknir á eftir að mæta Skallagrími og botnliði Ármanns. Ljúki liðin keppni jöfn að stigum hafa Laugdælir betur í innbyrðis viðureignum.