KKÍ hefur raðað niður leikjum í næstu umferðum í úrslitakeppni 1. deildar karla, 1. deildar kvenna og 2. deildar karla í körfubolta. Fjögur sunnlensk lið eiga möguleika á að fara upp um deild.
Í 1. deild karla leikur Hamar gegn Hetti í undanúrslitarimmu sem hefst í Hveragerði miðvikudaginn 3. apríl. Tvo sigurleiki þarf til þess að komast í úrslitaviðureignina þar sem leikið verður annað hvort gegn Val eða Þór Ak.
Hamarskonur þurfa að fara í gegnum einvígi við Stjörnuna til þess að komast uppúr 1. deild kvenna og mætast liðin í fyrsta leik í Hveragerði fimmtudaginn 4. apríl. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki er komið upp í Domino’s deildina.
Í 2. deild karla eru lið Heklu og Laugdæla komin í 8-liða úrslit. Hekla mætir Vængjum Júpíters sunnudaginn 7. apríl og sama dag taka Laugdælir á móti Ármenningum.
1.deild karla: Undanúrslit
Leikur 1 – 3. apríl Hamar-Höttur Hveragerði kl. 19.15
Leikur 2 – 5. apríl Höttur-Hamar Egilsstaðir kl. 18.30
Leikur 3 – 7. apríl Hamar-Höttur Hveragerði kl. 19.15(ef þarf)
1.deild kvenna: Úrslit
Leikur 1 – 4. apríl Hamar-Stjarnan Hveragerði kl. 19.15
Leikur 2 – 6. apríl Stjarnan-Hamar Ásgarður kl. 16.30
Leikur 3 – 10. apríl Hamar-Stjarnan Hveragerði kl. 19.15(ef þarf)
2. deild karla: 8-liða úrslit
7. apríl Vængir Júpíters-Hekla Dalhús kl. 12.30
7. apríl Laugdælir-Ármann Laugarvatn kl. 14.00