Leikjaniðurröðun á Ragnarsmótinu tilbúin

Hið árlega Ragnarsmót í handbolta verður haldið í Vallaskóla á Selfossi 4.-7. september. Auk Selfoss taka þátt bikarmeistarar ÍR, HK, ÍBV, Grótta og sigurvegararnir frá því í fyrra, Afturelding.

Handknattleiksdeild Selfoss heldur mótið í samstarfi við VÍS og fjölskyldu Ragnars Hjálmtýssonar, sem lést ungur í bílslysi. Mótið er æfingamót fyrir leikmenn og dómara áður en handboltavertíðin hefst.

Búið er að raða í riðla og tímasetja leiki.

A riðillB riðill
HKGrótta
ÍRÍBV
SelfossAfturelding

Miðvikudagur 4. september
Kl. 18:00 HK – ÍR
Kl. 19:30 ÍBV – Afturelding

Fimmtudagur 5. september
Kl. 18:30 Grótta – Afturelding
Kl. 20:00 HK – Selfoss

Föstudagur 6. september
Kl. 18:30 Selfoss – ÍR
Kl. 20:00 ÍBV – Grótta

Laugardagur 7. september
Kl. 12:00 Leikur um 5. sæti
Kl. 14:00 Leikur um 3. sæti
Kl. 16:00 Leikur um 1. sæti

Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið á mótinu auk þess sem sigurliðið fær farandbikar til varðveislu í eitt ár.

Einnig munu verða veitt verðlaun fyrir:
Besta leikmanninn
Besta sóknarmanninn
Besta varnarmanninn
Besta markmann
Markahæsta leikmanninn

Sérstök nefnd mun sjá um valið.

Fyrri grein527 tröppur upp með Skógafossi
Næsta greinEina íslenska merkið í nýju appi