Þrír heimaleikir eru framundan hjá meistaraflokksliðum Selfoss í handbolta um helgina. Nýr leiktími er á leikjum karlanna í vetur og kvennaleikur morgundagsins hefur verið færður til.
Karlalið Selfoss leikur sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni í kvöld þegar Grótta kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 20 og verður það heimaleikjatími Selfyssinga á virkum dögum í vetur – strax eftir kvöldmjaltirnar.
Kvennaliðið tekur á móti ÍBV í Olísdeildinni á morgun en leiknum hefur verið frestað um klukkutíma vegna ferðatilhögunar Eyjaliðsins og hefst hann kl. 14:30.
Á þriðjudagskvöld tekur kvennaliðið svo á móti Aftureldingu og hefst sá leikur kl. 19:30.