Leitað að munum á Landsmótssýningu

Ákveðið hefur verið að setja upp Landsmótssýningu HSK á Landsmóti UMFÍ á Selfossi í sumar. Á sýningunni verður fjallað sértaklega um þau landsmót sem haldin hafa verið á sambandsssvæði HSK.

Mótin eru sex talsins; Haukadalur árið 1940, Hveragerði árið 1949, Þingvellir árið 1957, Laugarvatn árið 1965, Selfoss árið 1978 og Laugarvatn árið 1994. Á sýningunni verða sýningarspjöld og myndir frá umræddum mótum og einnig munir sem tengjast mótshaldi og þátttöku HSK.

Hér með auglýst eftir munum og búningum frá umræddum mótum. Vonast er til að keppendur og gestir mótanna séu tilbúnir að lána persónulega muni, s.s. verðlaunapeninga, keppnistreyjur o.fl.

Þeir sem eiga eitthvað í fórum sínu, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu HSK í síma 482 1189

Fyrri greinHafnardagar um helgina
Næsta greinFalla frá notkun sorpbrennsluofns