Hamar skoraði lítið þegar liðið tapaði gegn ÍR á útivelli í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 57-37.
Fyrri hálfleikur var jafn en staðan í leikhléi var 25-21. ÍR-ingar voru heldur sterkari í síðari hálfleik og juku forskotið jafnt og þétt. Staðan var 40-25 eftir 3. leikhluta og að lokum skildu 20 stig liðin að.
Hamarskonur voru að hitta illa í leiknum og skotnýting þeirra var aðeins 28% innan teigs, 6% fyrir utan þriggja stiga línuna og 27% af vítalínunni.
Helga Sóley Heiðarsdóttir var stigahæst hjá Hamri en hún skoraði 43% af stigum liðsins.
Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 2 stig.
Tölfræði Hamars: Helga Sóley Heiðarsdóttir 16/4 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 8/7 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 4/10 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 2/12 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 1, Bjarney Sif Ægisdóttir 1/4 fráköst, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 1/5 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 1.