A lið HSK vann glæsilegan sigur í bikarkeppni 15 ára og yngri á Laugardalsvellinum á dögunum. Eftir jafna og spennandi keppni endaði liðið í efsta sæti með 185,5 stig.
B-lið HSK varð svo í fjórða sæti aðeins 18 stigum á eftir þriðja sætinu.
Stelpurnar í A-liðinu sigruðu í kvennakeppninni og B-liðið varð í fjórða sæti og strákarnir í A-liðinu urðu í öðru sæti en B-liðið í fimmta sæti.
Samtals vann keppnisliðið HSK sex bikarmeistaratitla í einstaklingsgreinum:
Eva María Baldursdóttir hástökk 1,56m
Helga Margrét Óskarsdóttir spjótkast (400 gr) 39,30 m HSK met
Solveig Þóra Þorsteinsdóttir langstökk 4,87 m
Dagur Fannar Einarsson 1500 m 4:45,96 mín
Hildur Helga Einarsdóttir kúluvarp (3,0 kg) 11,85 m
Marta María Bozovic Siljud. kringlukast (600gr) 28,09 m
Einnig urðu krakkarnir sjö sinnum í öðru sæti og sex sinnum í þriðja sæti. Eitt HSK met var sett á mótinu.
Stemmingin í hópnum var æðisleg og mjög mikið var um bætingar hjá krökkunum. Eftirtalin bættu sinn persónulega árangur.
Dagur Fannar Einarsson 4:45,96 mín 1500 metra hlaup
Gestur Gunnarsson 12,53 sek 100 metra hlaup
Hákon Birkir Grétarsson 14,83 sek 100 metra grind (84 cm)
Jónas Grétarsson 57,83 sek 400 metra hlaup
Tryggvi Þórisson 1,69 m hástökk
Bríet Bragadóttir 64,48 sek 400 metra hlaup
Helga Margrét Óskarsdóttir 39,30 m spjótkast (400 gr)
Hildur Helga Einarsdóttir 11,85 m Kúluvarp (3,0 kg)
Lára Björk Pétursdóttir 5:28,30 mín 1500 metra hlaup
Marta María Bozovic Siljud. 28,09 m kringlukast (600gr)