Annað árið í röð náði lið HSK/Selfoss þeim frábæra árangri að vinna stigakeppni þátttökuliða á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára innanhúss, en mótið var haldið í Laugardalshöllinni um síðustu helgi.
Keppnin var gríðarlega spennandi og lengst af var liðið í öðru og þriðja sæti, en liðið náði að fara fram úr ÍR í síðustu boðhlaupsgreininni. Lið HSK/Selfoss endaði með 586,9 stig, ÍR varð í öðru sæti með 576,4 stig og FH varð í þriðja með 524,7 stig. Einnig varð liðið Íslandsmeistarari í þremur flokkum, þ.e. piltum 12 ára og 14 ára og stúlkum 12 ára.
79 keppendur voru skráðir til leiks frá HSK/Selfoss og unnu keppendur okkar til fjölda verðlauna. Þá voru tvö HSK met sett á mótinu. Hér að neðan er getið um verðlaunahafa liðsins.
Piltar 14 ára:
Þormar Elvarsson Dímon varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi á tímanum 2:21,95 sek. sem er nýtt HSK met í 14 ára pilta flokki.
Pétur Már Sigurðsson Selfossi varð Íslandsmeistari í hástökki með 1.56 m, annar í langstökki með 5,02 m sem er stórbæting og annar í kúluvarpi með 10,47 m. Benedikt Fadel Faraq Selfossi varð þriðji í 800 m hlaupi á 2:26,80 mín. 14 ára piltarnir sigruðu sinn flokk hlutu þeir 85,5 stig.
Stúlkur 14 ára:
Sigríður Helga Steingrímsdóttir Hrunamönnum varð í 2. sæti í kúluvarpi kastaði 9,10m.
Piltar 13 ára:
Sindri Ingvarsson Dímon varð Íslandsmeistari í kúluvarpi kastaði hann 10,72m.
Stúlkur 13 ára:
Helga Margrét Óskarsdóttir Selfossi varð í þriðja sæti í 60 m grindahlaupi á 11,23 sek og einnig í langstökki með 4,26 m. Boðhlaupssveitin hafnaði í 3. sæti á tímanum 2:10,62 sek., hana skipuðu Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir Garpi, Ragnheiður Guðjónsdóttir Hrunamönnum, Marta María Bozovik Umf. Þór og Helga Margrét Óskarsdóttir Selfossi.
Piltar 12 ára:
Hákon Birkir Grétarsson Selfossi varð Íslandsmeistari í hástökki með 1,51 m og í kúluvarpi með 9.09 m. Kolbeinn Loftsson Selfossi varð Íslandsmeistari í langstökki með 4,69 m. Annar í hástökki með 1,51 m og í 60 m á 8,89 sek. Í kúluvarpi varð hann þriðji með 8,31 m og í 800 m á 2:48,80 mín. Máni Snær Benediktsson Hrunamönnum varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi á tímanum 2:38,82 sek. Dagur Fannar Einarsson Umf. Vöku varð í 2. sæti í 800m hlaupi á tímanum 2:39,31sek. og Viktor Karl Halldórsson Umf. Þór varð í 2. sæti í langstökki stökk 4,61m.
Boðhlaupssveitirnar þrjár frá HSK/Selfoss unnu þrefalt í þessum flokki. A-sveitin varð Íslandsmeistari á nýju HSK meti, 2;06,10 mín. Viktor Karl Halldórsson Umf. Þór, Finnur Þór Guðmundsson Laugdælum, Hákon Birkir Grétarsson Selfossi og Kolbeinn Loftsson Selfossi voru í sigursveitinni. C-sveitin varð í öðru sæti, hana skipuðu Rúnar Baldursson Umf. Þór, Ásgrímur Jónasson Hrunamönnum, Heiðar Óli Guðmundsson Umf. Heklu og Sæmundur Þór Guðveigsson Umf. Þór. B-sveitin varð svo í þriðja og í henni voru Jónas Grétarsson Selfossi, Gabríel Árni Valladares Inguson Selfossi, Máni Snær Benediktsson Hrunamönnum og Dagur Fannar Einarsson Vöku.
Stóðu 12 ára piltarnir uppi sem öruggir sigurvegarar í sínum flokk með 168,5 stig.
Stúlkur 12 ára:
Solveig Þóra Þorsteinsdóttir Umf. Þór varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi á tímanum 2:48,04 sek., hún varð einnig Íslandsmeistari í langstökki stökk 4,35m og svo varð hún í 2.sæti í hástökki stökk 1,36m. Þóra Erlingsdóttir Laugdælum varð Íslandsmeistari í kúluvarpi kastaði hún 9,08m.
Hildur Helga Einarsdóttir Selfossi varð önnur í kúluvarpi með 9.03 m og Lára Björk Pétursdóttir Laugdælum varð í 2. sæti í 800m hlaupi á tímanum 2:51,00sek.Valgerður Einarsdóttir Hrunamönnum varð í 3. sæti í hástökki, stökk 1,31m.
A-sveitin í 4x200m boðhlaupi varð í 3. sæti á tímanum 2:13,45 sek. Hana skipuðu Hildur Jónsdóttir Garpi, Lára Björk Pétursdóttir Laugdælum, Valgerður Einarsdóttir Hrunamönnum og Solveig Þóra Þorsteinsdóttir Umf. Þór.
Stelpurnar stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum flokki með 97 stig.
Stúlkur 11 ára:
Eva María Baldursdóttir Selfossi varð Íslandsmeistari í hástökki með 1,31 m og önnur í langstökki með 4,16 m. og Una Bóel Jónsdóttir Hrunamönnum varð Íslandsmeistari í kúluvarpi kastaði 7,20 m.