„Ég er mjög sáttur við frammistöðu liðsins í kvöld. Við vorum mun betri aðilinn,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Ægis, eftir að liðið hans sigraði KFR sannfærandi í kvöld.
„Við vorum mjög þéttir varnarlega og uppskárum það sem við lögðum upp með, að ná í þrjú stig.“
Mahop Luc Romain skoraði þrennu fyrir Ægi í kvöld og Alfreð var skiljanlega mjög ánægður með sinn mann. „Hann ætti alveg heima í fyrstu delidinni ef hann myndi bæta það sem þarf að bæta,“ sagði Alfreð og bætti við. „En það var auðvitað liðsheildin sem vann þennan leik í kvöld.“
Alfreð segir að framtíðin sé björt. „Við förum beinir í baki í vesturbæinn í næsta leik og náum í sigur þar,“ sagði hann að lokum.