Stjórn meistaraflokks Uppsveita og Liam Killa hafa náð samkomulagi um að Liam muni þjálfa meistaraflokk félagsins á komandi tímabili. Hann hefur nú þegar hafið störf.
Liam á glæstan feril á Íslandi en hann spilaði með Magna, Ægi og Hamri á sínum tíma. Einnig þjálfaði hann meistaraflokk Hamars, ásamt því að hafa komið að þjálfun hjá Uppsveitum á undirbúningstímabilinu síðasta vor.
„Stjórnin er virkilega spennt fyrir þessari ráðningu og eru spennandi hlutir að gerast í Uppsveitum. Þessi ráðning undirstrikar metnað félagsins fyrir komandi tímabil,“ segir í tilkynningu frá Uppsveitum.