Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er haldið í dag á yfir 80 stöðum á landinu. Það var líf og fjör á Selfossi í morgun þegar hlaupið var ræst og fjöldi kvenna hljóp með bros á vör og sól í hjarta.
Það er 2. flokkur kvenna í knattspyrnu hjá Ungmennafélagi Selfoss sem hefur veg og vanda að hlaupinu á Selfossi að þessu sinni og fórst stúlkunum það vel úr hendi.
Fyrsta Kvennahlaupið var haldið árið 1990. Upphaflega var markmið hlaupsins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátttöku í starfi íþróttahreyfingarinnar en í dager áherslan ekki hvað síst á samstöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum.