Stokkseyri vann góðan sigur á botnliði Afríku í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Leiknisvellinum í Breiðholti í kvöld.
Stokkseyringar komust yfir á 14. mínútu en Afríka jafnaði metin á 30. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.
Stokkseyri var sterkari í seinni hálfleiknum og Örvar var aftur á ferðinni á 59. mínútu og kom þeim í 1-2. Sindri Steinn Sigurðsson skoraði þriðja mark Stokkseyringa þegar tuttugu mínútur voru eftir en smá spenna hljóp í leikinn þegar Afríka minnkaði muninn í 2-3 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Stokkseyringar héldu þó sínu og unnu þar með sinn annan sigur á tímabilinu.
Stokkseyri er í 7. sæti B-riðilsins með 8 stig en Afríka er á botninum án stiga.