Lukkan ekki með Selfyssingum í Smáranum

Ari Hrannar Bjarmason, Vojtéch Novák og Tristan Máni Morthens. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss heimsótti Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Blikarnir reyndust sterkari og unnu öruggan sigur, 107-92.

Breiðablik byrjaði betur í leiknum og náði 11 stiga forskoti en Selfoss átti lokaorðið í 1. leikhluta og staðan að honum loknum var 29-25. Heimamenn skoruðu þrettán stig í röð í upphafi 2. leikhluta og voru þá komnir með ágætt forskot sem þeir héldu fram að leikhléi, 62-44 í hálfleik.

Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en Selfyssingar svöruðu fyrir sig á lokakaflanum. Munurinn var hins vegar orðinn of mikill og Breiðablik vann öruggan sigur að lokum.

Stigadreifing Selfyssinga var jöfn í kvöld en Tristan Máni Morthens var stigahæstur með 13 stig og Skarphéðinn Árni Þorbergsson skoraði 12.

Selfoss er áfram í 11. sæti deildarinnar með 8 stig en Breiðablik er í 5. sæti með 16 stig.

Breiðablik-Selfoss 107-92 (29-25, 33-19, 28-21, 17-27)
Tölfræði Selfoss: Tristan Máni Morthens 13, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 12, Ísak Júlíus Perdue 11/5 stoðsendingar, Vojtéch Novák 11/4 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 10, Arnór Bjarki Eyþórsson 9/8 fráköst, Gísli Steinn Hjaltason 7, Svavar Ingi Stefánsson 7, Birkir Máni Sigurðarson 6, Halldór Benjamín Halldórsson 3, Óðinn Freyr Árnason 3, Fróði Larsen Bentsson 2 fráköst/1 stoðsending.

Fyrri grein„Vona að réttlætið sigri“
Næsta greinÞórsarar hikstuðu í lokin