Lygilegur lokakafli í Hveragerði

Abby Beeman skoraði 34 stig fyrir Hamar/Þór í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það sannaðist í kvöld að körfuboltaleikur er ekki búinn fyrr en hann er búinn, þegar Hamar/Þór tók á móti Aþenu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Hveragerði.

Lokakaflinn var heldur betur dramatískur, Hamar/Þór leiddi með fjögurra stiga mun þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af leiknum en misstu boltann tvívegis úr höndunum með nokkurra sekúndna millibili og Aþena sigraði 87-88. Ekki nóg með það, heldur fékk Hamar/Þór 24 sekúndur í eina lokasókn en skot þeirra geiguðu tvívegis og Aþena fagnaði naumum sigri.

Annars var leikurinn hnífjafn allan tímann, staðan var 50-52 í hálfleik og Hamar/Þór náði aldrei meira en sex stiga forskoti í seinni hálfleik.

Abby Beeman var lang framlagshæst á vellinum með 34 stig fyrir Hamar/Þór, 10 fráköst og 7 stolna bolta.

Staðan í B-riðli úrvalsdeildarinnar er þannig að Hamar/Þór er með 12 stig í 4. sæti en Aþena í 5. og neðsta sæti með 8 stig.

Hamar/Þór-Aþena 87-88 (27-26, 23-26, 19-19, 18-17)
Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 34/10 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 14/6 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12, Hana Ivanusa 10/10 fráköst, Fatoumata Jallow 10, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3.

Fyrri greinÖruggur sigur á heimavelli