Mættu ofjörlum sínum á Meistaravöllum

Donasja Scott skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði stórt þegar liðið heimsótti KR á Meistaravelli í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 102-56.

Það varð snemma ljóst í hvað stefndi, KR komst í 22-4 og staðan eftir 1. leikhluta var 32-10. KR sló ekkert af í 2. leikhluta, þær komust í 49-12 og staðan í hálfleik 64-30. Munurinn var minni í seinni hálfleik en KR jók forskotið lítillega og sigraði að lokum með 46 stiga mun.

Donasja Scott var stiga- og framlagshæst Selfyssinga með 17 stig og 11 fráköst.

Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 6 stig en KR er í 2. sæti með 22 stig.

KR-Selfoss 102-56 (32-10, 32-20, 16-12, 22-14)
Tölfræði Selfoss: Donasja Scott 17/11 fráköst/6 stolnir, Perla María Karlsdóttir 9, Eva Rún Dagsdóttir 8, Valdís Una Guðmannsdóttir 7, Þóra Auðunsdóttir 5, Vilborg Óttarsdóttir 5, Anna Katrín Víðisdóttir 3, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 2.

Fyrri greinÓvænt úrslit í nágrannaslagnum
Næsta greinHársbreidd frá stigi eftir frábæran endasprett