Magnús Ingi í Árborg

Framherjinn Magnús Ingi Einarsson hefur samið við Knattspyrnufélag Árborgar og mun leika með liðinu í 4. deildinni á næsta tímabili.

Magnús Ingi, sem er 26 ára gamall, hefur komið víða við á ferlinum en lengst af lék hann með Selfyssingum, 59 leiki í Pepsi-deildinni og 1. deildinni árin 2012 til 2018. Hann hefur einnig leikið með Dalvík/Reyni og Herði. Hann lék einn leik með Árborg árið 2019 og í sumar lék hann 11 leiki með Hamri í 4. deildinni og skoraði í þeim 9 mörk.

Árborgarar eru stórhuga fyrir næsta tímabil og hafa sömuleiðis framlengt samninga við þjálfarana Eirík Raphael Elvy og Sindra Rúnarsson.

Eiríkur Raphael Elvy og Sindri Rúnarsson. Ljósmynd/Árborg
Magnús Ingi í leik með Selfyssingum sumarið 2014. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinOlga dansaði af gleði
Næsta greinEinstök gjafavöruverslun á rafverkstæði