Margfaldur heimsmeistari ráðinn á Selfoss

Meisam Rafiei, þrefaldur heimsmeistari í ólympískum bardaga, hefur verið ráðinn þjálfari hjá taekwondodeild Umf. Selfoss.

Rafiei er Írani og er hann kominn til landsins til að þjálfa og æfa taekwondo undir leiðsögn landsliðsþjálfara Íslands en Rafiei stefnir á að keppa á Ólympíuleikunum í London 2012.

Taekwondodeild Umf. Selfoss er mikill fengur í að fá Rafiei til liðs við sig en hann hefur æft taekwondo frá 3ára aldri og síðustu tíu árin hefur hann verið atvinnumaður í íþróttinni og keppt á mörgum mótum út um allan heim.

Fyrri grein600 keppendur á fimleikamóti
Næsta greinKreppumarkaðurinn styrkir hjálparsveitina