Marín Laufey Evrópumeistari í glímu

Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í íslenskri glímu í -90 kg flokki kvenna.

Evrópumeistaramótið í keltneskum fangbrögðum fer fram hér á landi um helgina og hefur heimaþjóðin á hverju móti rétt til að tefla fram „sinni sérgrein“. Því var keppt í glímu í ár en einnig er keppt í backhold og gouren.

Marín Laufey gerði sér síðan lítið fyrir og krækti í silfurverðlaun í sínum flokki í gouren.

Guðrún Inga Helgadóttir, HSK, varð í 3. sæti í -56 kg flokki í glímu og hún náði sömuleiðis bronsverðlaun í gouren.

Keppni hélt áfram í morgun en í dag er keppt í backhold.

Sjötíu keppendur eru skráðir til keppni á mótinu frá tíu löndum, en keppt er í sex þyngdarflokkum kvenna og sjö þyngdarflokkum karla.

Fyrri greinKjörfundur allstaðar hafinn
Næsta greinÍvið minni kjörsókn en 2009