Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, var valin glímukona ársins 2013 en stjórn Glímusambands Íslands ákvað þetta á stjórnarfundi í gær.
Marín Laufey er 18 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum í ár. Marín varð Evrópumeistari í glímu í -90 kg flokki, sigraði tvöfalt í Bikarglímu Íslands varð töfaldur Íslandsmeistari og sigraði í Íslandsglímunni og hlaut þar með Freyjumenið í þriðja sinn. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.
Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, var valinn glímumaður ársins.