Fyrsta umferðin í meistaramótaröð GLÍ fór fram í Dalabúð í Búðardal um síðustu helgi. Fjórar glímukonur frá HSK tóku þátt í mótinu.
Marín Laufey Davíðsdóttir úr Samhygð sigraði tvöfalt og er í efsta sæti stigakeppninnar. Hún vann opinn flokk kvenna og +65 kg flokk kvenna. Jana Lind Ellertsdóttir, ung glímkona úr Garpi, var að keppa á sínu fyrsta móti í fullorðinsflokki. Hún kom mjög sterk til keppni og sigraði í -65 kg flokki kvenna. Guðrún Inga Helgadóttir úr Vöku varð í 2. sæti í sama flokki.
Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson og gekk mótið vel í alla staði.
Heildarúrslit mótsins má sjá á www.glima.is.