Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, varði titil sinn á Íslandsglímunni sem fram fór á Selfossi á laugardag og vann Freyjumenið í fimmta sinn.
Marín Laufey sigraði allar sínar glímur af miklu öryggi og varð því glímudrottning Íslands í fimmta sinn. Jana Lind Ellertsdóttir, HSK, varð í 2. sæti.
Þetta var í 107. sinn sem Íslandsglíman er haldin og var keppni afar jöfn og skemmtileg. Heiðursgestur mótsins var Jóhannes Sveinbjörnsson og sá hann um að afhenda keppendu verðlaun í mótslok.