Haustmót Glímusambands Íslands fór fram á Reyðarfirði á dögunum. Tveir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt og stóðu sig frábærlega.
Marín Laufey Davíðsdóttir vann tvöfalt, bæði í opnum flokki kvenna og í +65 kg flokki kvenna.
Þá varð Jana Lind Ellertsdóttir önnur í opnum flokki kvenna og einnig í -65 kg. flokki kvenna.