Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, lagði alla andstæðinga sína að velli og sigraði í opnum flokki kvenna á Bikarglímu Íslands sem fram fór í Reykjavík á laugardag.
Góð þátttaka var í mótinu og mikið um skemmtilegar glímur. Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson
Marín Laufey mætti fimm andstæðingum í opna flokknum og sigraði í öllum viðureignunum. Það sama var uppi á teningnum í +65 kg flokki kvenna þar sem Marín glímdi gegn fjórum andstæðingum og lagði þá alla og sigraði því einnig í þyngdarflokknum.
Í -65 kg flokki glímdi Guðrún Inga Helgadóttir, HSK, en hún tapaði tvívegis gegn Evu Dögg Jóhannsdóttur, UÍA, sem sigraði í flokknum.
Enginn keppandi var frá HSK í karlaflokki.