Marín valin þriðja árið í röð

Þriðja árið í röð hefur Glímusamband Íslands valið Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, glímukonu ársins.

Marín Laufey er 17 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2012. Marín sigraði í Íslandsglímunni 2012 og hlaut þar með Freyjumenið í annað sinn. Hún vann fjölda annarra titla á árinu m.a. vann hún Bergþóruskjöldinn sem keppt er um á héraðsmóti HSK.

Í rökstuðningi stjórnar Glímusambandsins segir einnig að Marín sé fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, var valinn glímumaður ársins, líkt og síðustu ár.

Fyrri greinTimbur sótt í Skarfanes í fyrsta sinn
Næsta greinÁrborg kaupir tvær fasteignir