Mark Írisar dugði ekki til

Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarskonur hófu leik í 2. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar KH kom í heimsókn á Grýluvöll.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus lengst af en á 41. mínútu fékk Hamar vítaspyrnu og Íris Sverrisdóttir fór á punktinn og skoraði. KH jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var 1-1 í leikhléi.

Gestirnir af Hlíðarenda reyndust sterkari í seinni hálfleik, þær komust yfir á 55. mínútu og bættu öðru marki við á 77. mínútu og lokatölur leiksins urðu 1-3.

Fyrri greinAldís ráðin sveitarstjóri í Hrunamannahreppi
Næsta greinSelfyssingar áfram taplausir